þriðjudagur, apríl 20, 2010

Garðvinna - Yard Work

Við Hugrún tókum okkur einn heilan og langan dag í að hreinsa til og brenna tré sem voru höggin í haust. Þarna var nokkur eldiviður sem þurfti að aflima og stafla. Eldurinn var búinn að loga allan daginn og var ljómandi fínn til eldamennsku, svo okkur datt í hug að nota flatar steinhellur til að steikja kjöt og elda grænmeti með. Mig minnir að við höfum prófað þetta í Portúgal eða á Kýpur fyrir nokkrum árum, en þar var steinhellunni skellt inn í ofn og hún síðan borin fram fyrir viðskiptavininn að steikja eigin kjöt.

Þetta heppnaðist mjög vel og var alveg ljómandi skemmtilegur endir á góðum degi. Kristinn missti af þessu, gisti hjá vini sínum, en það koma fleiri dagar og nógur er viðurinn.


ENGLISH: We were burning branches and old wood, as well as cutting firewood (one stage of many). At the end of the day we fried our steaks on a hot piece of flat rock. Lovely and romantic with some red wine.


 
 
 
 
Posted by Picasa

mánudagur, febrúar 22, 2010

Stykkishólmur

 

Ég fann gamlar skyggnur (slides) og prófaði að taka mynd af þeim með stafrænu myndavélinni. Greinilega mikið verið að byggja við spítalann þarna.

ENGLISH: Old slides.
Posted by Picasa

fimmtudagur, febrúar 18, 2010

Íkornagaman - Squirrelity

Við erum með íkorna báðu megin við okkur, fyrir ofan og neðan húsið. Fyrir ofan húsið hjá bílskúrnum var skæður íkorni, hungraður -og fremur ofvirkur-, iðinn við að naga gat á moltutunnuna okkar. Svo við ákváðum að setja vír fyrir öll götin nema eitt. Svo vinurinn tekur „skatt“ af öllu sem í moltutunnu ratar. Á móti kemur hann ekki nálægt húsinu, en þeir geta verið skæðir með það; jafnvel nagað sig inn undir viðarklæðninguna og hlaupið upp og niður veggina, eigendum til mikillar armæðu. Svo þetta er hið ágætasta fyrirkomulag. Nema stundum er Olli ofvirki -eins og við stundum köllum hann- heldur mikið ofvirkur og rótar dóti út. Í dag fær hann appelsínur og greipaldin sem við gerðum safa úr. Bon appetit!

ENGLISH: We have two resident squirrels, one is quite squirrelly, the other is a macho ball of fur with territory on the other side of the house, by the river. Well, Mr. Hyperactive lives on the other side, busy as a squirrel. He chewed holes in our recycling bin and in the end I blocked all but one. This way he stays away from the house, but is entitled to some tax off the contents of the bin. This works well, except sometimes when he trows things out of the bin. Today he is having oranges and grapes that we used to make fresh juice. Bon appetit!
Posted by Picasa

mánudagur, febrúar 15, 2010

Körfubolti - Basketball Game

Posted by Picasa

Kristinn í Körfubolta - Kristinn - Basket Ball Game

Posted by Picasa

Körfuboltaliðið - Basketball Team





Kristinn er á fyrsta ári í körfuboltaliðinu í skólanum; mjög gaman. Þetta var fyrsti leikurinn hans.

ENGLISH: Well, Kristinn is a junior member on the basketball team at school. Here's his first game.






Posted by Picasa

föstudagur, janúar 08, 2010

Úlfaganga - Walking With Wolves

Ganga fyrir nokkrum dögum. Spor eftir sléttuúlf um 200 m frá húsinu.

ENGLISH:
A walk few days ago, coyote tracks 200 m from the house.

 

 

 

 
Posted by Picasa

sunnudagur, október 25, 2009

Fluguvél - Flycatcher

 
Posted by Picasa

Skordýr haustsins - Bugs of the Fall

 
 
 
 


Við erum með þessa fluguvél sem lokkar og veiðir skordýr. Til viðbótar er þessi límkragi utan um hana sem veiðir stærri skordýrin og þetta er afraksturinn í haust: fiskiflugur og rótlausar vespur mestmegnis. Stóra flugan á einni myndinni er svokölluð "hestafluga" af því að hún er stór eins og hestur ... Ekkert sérstakt að láta hana bíta sig.

ENGLISH: This flycatcher reduces the bug population around the house. This autumn catch is blowflies and rogue wasps. The big one is a horse fly, not a nice bite.
Posted by Picasa