
Við erum með íkorna báðu megin við okkur, fyrir ofan og neðan húsið. Fyrir ofan húsið hjá bílskúrnum var skæður íkorni, hungraður -og fremur ofvirkur-, iðinn við að naga gat á moltutunnuna okkar. Svo við ákváðum að setja vír fyrir öll götin nema eitt. Svo vinurinn tekur „skatt“ af öllu sem í moltutunnu ratar. Á móti kemur hann ekki nálægt húsinu, en þeir geta verið skæðir með það; jafnvel nagað sig inn undir viðarklæðninguna og hlaupið upp og niður veggina, eigendum til mikillar armæðu. Svo þetta er hið ágætasta fyrirkomulag. Nema stundum er Olli ofvirki -eins og við stundum köllum hann- heldur mikið ofvirkur og rótar dóti út. Í dag fær hann appelsínur og greipaldin sem við gerðum safa úr. Bon appetit!
ENGLISH: We have two resident squirrels, one is quite squirrelly, the other is a macho ball of fur with territory on the other side of the house, by the river. Well, Mr. Hyperactive lives on the other side, busy as a squirrel. He chewed holes in our recycling bin and in the end I blocked all but one. This way he stays away from the house, but is entitled to some tax off the contents of the bin. This works well, except sometimes when he trows things out of the bin. Today he is having oranges and grapes that we used to make fresh juice. Bon appetit!